Fjölskylda eldri myndir
Read MoreÞóra Jensína og Sigurlaug Guðmundsdóttir Hraundal (1885-1930), systir Helga. Sigurlaug eignaðist 11 börn með manni sínum, en þau bjuggu á Baldurshaga í Kirkjuhvammshreppi, sem nú tilheyrir Hvammstanga. Sigurlaug og maður hennar eignuðust ellefu börn, en þurftu að bregða búi 1923 eða 1924 vegna veikinda Sigurlaugar. Hún lést af berklum á Vífilsstaðahælinu. Sjá Baldurshagi skv. manntali 1920: http://manntal.is/leit/Baldurshagi/1703,1816,1835,1840,1845,1850,1855,1860,1870,1880,1890,1901,1910,1920/10/1920/84044/9654
Sæmundur Helgason (1908-1955). Skráður á Búrfelli í Ytri Torfustaðahreppi 1920 og í manntalinu 1930 er hann skráður vinnumaður að Tannstaðabakka, Staðarsókn V. Hún. Síðast skráður að Tjarnarkoti (skv. Almanaki hins ísl. þjóðvinafélags 1957). Sæmundur mun hafa veikst af heilabólgu ungur að aldri og átti við flogaveiki að stríða eftir það. Ógiftur og barnlaus.
Álfur Helgason (1911-1960). Fluttist til Reykjafjarðar eftir skilnað foreldranna. Hann bjó síðan að Finnbogastöðum hjá móðursystur sinni Guðrúnu og Guðmundi manni hennar. Hann stundaði nám á Hvítárbakka og í Laugarvatnsskóla. Fékkst við ýmis verkamannastörf framan af starfsævinni, en síðari hlutann sem bifrreiðastjóri. Minningarorð um Álf: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=111250&pageId=1328649&lang=is&q=Helgason%20%C1lfur%20Helgason
Guðrún Sæunn Sæmundsdóttir (1892-1974), Fríða Sæmundsdóttir (1908-1998) og Sigríður Ólafsdóttir, móður þeirrra. Sigríður var síðari kona Sæmundar Benediktssonar og átti með honum níu börn, þar af komust sex þeirra til fullorðinsára. Fyrri eiginkona Sæmundar, móðir Þóru Jensínu var Guðrún Þorkelsdóttir. Hún lést árið 1885, aðeins 24 ára gömul.
Finnbogastaðaskóli Árneshreppi
Guðmundur Þ skólastjóri Finnbogastaðaskóla heldur í höndina á Lilju Þórólfsdóttur, fósturdóttur sinni fyrir utan skólahúsið. Guðrún Sæunn kona hans (hálfsystir Þóru Jensínu) heldur í höndina á Sæunni, fósturdóttur þeirra hjóna. Erfitt er að greina aðra á myndinni, en hugsanlegt er að unga konan í doppótta kjólnum sé Fríða f. 1908, yngsta systir Guðrúnar Sæunnar. Skólahúsið var byggt 1933 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. (Pálína Þórólfsdóttir, systir Lilju, var áratugum saman húsfreyja á Finnbogastaðabænum.)