Sundmeistaramót Álafossi 1935
Read MoreBryddað var upp á þeiri nýbreytni að keppt var í dýfingum á Sundmeistararmóti Íslands árið 1935. Framkvæmd mótsins var um margt öðru vísi en menn áttu að venjast og aðstaða til keppni í þessarri íþrótt af skornum skammti. Sundfélögin höfðu ekki góða reynslu af því að halda þetta mót og sundsambandið leitaði til Sigurjóns Péturssonar, að Álafossi, sem samþykkti að halda mótið.
Gunnar Salomonsson (1907-1960) var góður sund- og glímumaður. Hann stóð fyrir aflraunum hér á landi um nokkurra ára skeið á fjórða áratugnum. Myndin er líklega tekin af honum á sýningu sem haldin var í Mosfellsveit 1935 í tengslum við Sundmeistaramótið. Gunnar sýndi aflraunir í Englandi og Danmörku í rúman áratug undir sviðsnafninu Ursus. Hann sneri heim árið 1951.