Reykjavík
Read MoreSíðdegisstund á fyrir 80 árum. Klukkan á torginu stendur enn. Íbúða- og verslunarhús Thomsen feðga hýsti Hótel Heklu áður en það var jafnað við jörðu árið 1961. Hvað skyldi hafa orðið um konfektbúðina? Vegfarandi ræðir bæjarmálin við laganna vörð og ung frú með barnavagn virðir fyrir sér mannlífið. Um Thomsen húsið: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=192903&pageId=2573222&lang=is&q=H%F3tel%20Hekla
Húsaröðin á Fríkirkjuveginum, sem speglast í Tjörninni á þessari mynd, hefur ekki breyst á 80 árum, þó starfsemin í sumum húsanna sé önnur í dag en hún var á fjórða áratug síðustu aldar. Sunnan við Fríkirkjuna var Íshúsið Herðubreið sem seldi kjöt til bæjarbúa. Húsið brann að hluta árið 1971 en var endurbyggt og Listasafn Íslands hefur þar nú aðsetur. (Vísir 29. júní 1938 - Frosið nautakjöt - Auglýsing frá Herðubreið): http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=77888&pageId=1147422&lang=is&q=Fr%EDkirkjuvegi (Morgunblaðið 5. des. 1971- Milljónatjón er Glaumbær brann): http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=114965&pageId=1427094&lang=is&q=GLAUMB%C6R%20BRANN
Hressingarskálinn tók til starfa skömmu fyrir 1930. ,,Er hann nú þegar orðinn eitt vinsælasta kaffihús í bænum. Sjerstaklega þykir mikil framför að ís- og gosdrykkjarvjelinni, sem þar er, enda er í henni hægt á skömmum tíma að búa til allskonar ísdrykki og gosdrykki" (Fálkinn, 5. júlí 1930, 3). Starfsemin hófst í Pósthússtræti 7 en fluttist fljótlega í Austurstræti 20. Myndin sýnir fimleikafólk í garðinum við kaffihúsið, en hann var notaðar fyrir margvíslegar uppákomur. Sjá einnig: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=318417&pageId=4967189&lang=is&q=Hressingarsk%E1linn%20Trj%E1gar%F0ur
Horft niður Bankastræti. Lögregluþjónn stjórnar umferð á torginu. Hús Íslandsbanka á Lækjartorgi var byggt árið 1906 en bankinn lagði upp laupana árið 1930. Myndin er tekin á tímabilinu 1934-7, en síðarnefnda árið lét Útvegsbankinn, sem tók yfir húsið eftir fall Íslandsbanka, flytja innganginn á austurhliðina.
Horft yfir tjörnina í átt að Tjarnargötu. Myndin er að öllum líkindum tekin úr turni Fríkirkjunnar. Sveinn bjó lengst af í Tjarnargötu 10b, sem er hvíta húsið lengst til hægri á Tjarnargötunni. Gróður er ennþá mjög lágreistur og vel sést því til kirkjugarðarins á Hólavöllum og húsa við Ljósvallagötu. Á þeim um það bil áttatíu árum sem liðin eru frá því að myndin var tekin, hefur þessi götumynd Tjarnargötu ekki breyst, húsaröðin á þessum kafla er sú sama.
Hafnarhúsið við Tryggvagötu nýrisið, en það var byggt á árunum 1933-9 sem pakkhús og iðnaðarhúsnæði og var þá stærsta bygging landsins. Byggingin var síðan lengd til austur og byggð var ein hæð til viðbótar. Húsið var teiknað af Sigurði Guðmundssyni í samvinnnu við Þórarinn Kristjánsson hafnarstjória. Hægra megin á myndinni má sjá vegg, til að aðskilja litla þvottastöð fyrir bíla. Upplýsingar um Hafnarhúsið eru fengnar af vefsvæði sýningarinnar: Framtíðarsýn og skipulag sem Minjastofnun stóð fyrir: https://husvernd.wordpress.com/hafnarhus-tollhus/hafnarhusid/
Gömul pakkhús og nýrisið Hafnarhús á vinstri hönd. Líf á bryggjunni, lítill pallbíll bíður eftir hlassi og maður sést draga hestakerru. Húsin tvö, sem eru næst á vinstri hönd véku fyrir svokölluðum A-skála, sem byggður var á stríðsárunum. Tollhúsið var síðar reist á þessum sama stað en það var tekið í notkun 1971. (Vísir 28. janúar 1967 - Nýstárlegt tollhús ..) http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=184154&pageId=2390322&lang=is&q=Tollh%FAsi%F0
Aviso Grille, skip Hitlers þýskalandskanslara kom til Reykjavíkur þann 2. júlí 1937 og er hægra megin á myndinni sem tekin er á Skúlagötu. Skipið vinstra megin er sennilega skemmtiferðaskiptið Milwaukee, sem kom til Reykjavíkur á sama tíma. Í Nýja dagblaðinu þann 3. júlí 1937 segir um Aviso Grille: Föst áhöfn skipsins er 240 manns cg er ekki annað manna með því hér. það er 2ja ára gamalt, og er gufuskip. Ríkiskanzlarinn Hitler notar skíp þetta, þegar hann er viðstaddur hátíðleg tækifæri í sambandi við þýzka flotann. Hefir hann iitla íbúð í skipinu, setustofu og svefnherbergi með baði, aðeins er notuð af honum." Skipverjar Aviso Grille höfðu helgardvöl í Reykjavík og háðu kappleik í handknattleik við Fram á Melavellinum og sundknattleik við lið Ægis og Ármanns.
Kveldúlfshúsin lengst til vinsti, þá olíustöð BP á Klöpp. Trésmiðjan Völundur á horni Klapparstígs. Á hinu horninu og upp á Sölvhólsgötu eru hús frá Landsmiðjunni. Þar næst er langt timburhús, Nýborg, sem var brugghús og lager Áfengisverslunar ríkisins, áður einnig útsala. Síðan er hús Hafrannsóknarstofnunar þar sem RÚV var einnig til húsa, þá Fiskifélagshúsið og loks Sænsk-íslenska frystihúsið. Í forgrunni má sjá tollbátinn Örn.
Lögreglumaður stjórnar umferð og mannnsafnaðurinn hægra megin á myndinni bendir til þess að einhvers sé að vænta úr Stjórnarráðinu. Á skilti stendur að hjólreiðar séu bannaðar, en ungur vegfarandi lætur sér fátt um finnast. Nokkrir hafa komið sér þægilega fyrir á Arnarhóli. Stjórnarráðsbyggingin er næstelsta hús bæjarins og hefur gegnt mörgum hlutverkum í nærri 250 ára sögu. Það var byggt sem fangelsi seint á 18. öld og hefur hýst sögufræga Íslendinga eins og útilegumanninn Arnes Pálsson og Steinunni frá Sjöundá sem dró andann í síðasta sinn í þessu húsi.