Símstöð (Miðey í Austur Landeyjum?)
Sennilegt er að bærinn á myndinni hafi staðið á jörðinni Miðey í Austur-Landeyjum, en bærinn þjónaði á tímabili hlutverki símstöðvar í sveitinni.
Staurinn handan við bæinn sé vindrrafstöð. Slík fyrirbæri voru á afskekktari bæjum sem ekki höfðu aðgang að rafmagni. Rafmagn var þá fengið með því að setja upp spaða sem snerist fyrir vindi, var hann síðan tengdur við rafgeym með rafmagnsvír og síðan var rafmagn leitt um húsið. Fyrir ofan innganginn í húsið má sjá skilti, en ekki er hægt að greina hvað stendur á því.