Bílar
Read MoreÁrekstur: Suðurgata/Skothúsvegur
Fyrsta myndin af fimm ljósmyndum, sem sýna vettvang árekstrar á horni Suðurgötu og Skothúsvegar. Á myndinni sést Plymouth bifreið, árgerð 1928 eða 1929 á hliðinni í vegarkanti Suðurgötu. Í baksýn sést Hólavallagarður og Landakotskirkja.
Árekstur: Suðurgata/Skothúsvegur
Bifreið að gerðinni Essex, framleiddur 1931, leigubíll hjá Steindóri í forgrunni. Sami árekstur og á fyrri mynd. Að þessu sinni er er myndin tekin í austurátt. Auðar lóðir við Suðurgötu, hús við Tjarnargötu og Bjarkargötu og Skothúsvegur í baksýn. Sennnilega eru þessar myndir teknar í maí 1935, sbr. eftirfarandi frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 12. maí 1935. Tvær bifreiðar rákust á þar sem mætist Suðurgata og Skothúsvegur. Skemmdust báðar töluvert.
Árekstur: Suðurgata/Skothúsvegur
Horft suður Suðurgötuna. Valhöll félagsheimili Sjálfstæðismanna til vinstri. Hægra megin sést girðingin umhverfis Melavöllinn og bláendi Hólavallagarðar. Í fjarska sést mastur Loftskeytastöðvarinnar.
Árekstur: Suðurgata/Skothúsvegur
Horft norður Suðurgötu frá gatnamótunum við Skothúsveg.
Árekstur: Suðurgata/Skotshúsvegur
Mynd tekin efst á Skothúsvegi í átt að Melavelli og sýnir undirvagn Plymouth leigubílsins. Áhugasamir vegfarendur fylgjast með.