Sveitin
Read MoreVegurinn til Þingvalla var á árum áður í gegn um Almannagjá, en hún hefur verið friðuð frá bílaumferð frá 1967. Gjáin markar plötuskil Ameríku og Evrópuflekans að vestanverðu. Myndin er tekin á tímabilinu 1936-44.. Bifreið sem lagt hefur verið í vegakantinum er R-250, en þá bifreið hafði Lögreglan í Reykjavík til umráða.
Þingvallakirkja og Öxará. Þingvallavatn í baksýn. Kirkjan var vígð árið 1859. Í undirbúningi konungskomunnar 1907 var turni kirkjunni breytt samkvæmt tillögum Rögnvaldar Ólafssonar húsameistara. Í turninum eru þrjár klukkur, ein forn án ártals, önnur gefin kirkjunni af Jóni Vídalín biskupi á vígsluári hans 1698, og sú þriðja er „Íslandsklukkan“ frá 1944. Heimildir og ítarefni á kirkjuvefnum. http://kirkjan.is/thingvallakirkja/um-%C3%BEingvallakirkju/
Tvær konur raka hey. Myndin er tekin ofan frá af bæjarstæðinu hjá Þyrli. Þetta er Akrafjallið þarna fjærst, Reynivallaháls í Kjós nær. Svo sést oddi Þyrilsness til vinstri á myndinni. Úti á fiðrinum er svo Harðarhólmi eða Geirshólmi. Hvammsvík er handan við hann. (Heimild: Facebook: MÞH Gamlar ljósmyndir)