Ljóðöld : 100 ljóð á aldarafmæli / Guðmundur Böðvarssson (1904-1974); [umsjón Silja Aðalsteinsdóttir 1943-] Akranes : Hörpuútgáfan, 2004. 237 bls. : mynd ; 22 sm. Útgefnar bækur Guðmundar Böðvarssonar: bls. 237 Á aldarafmæli Guðmundar Böðvarssonar / Silja Aðalsteinsdóttir: bls. 9-32 Útdráttur Þann 1. september s.l. voru hundrað ár liðin frá fæðingu Guðmundar Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Í tilefni af því kom út bókin Ljóðöld með hundrað úrvalsljóðum skáldsins og grein um líf hans og list eftir Silju Aðalsteinsdóttur, ævisöguritara hans. Guðmundur Böðvarsson var - með orðum Kristins E. Andréssonar - "eitt af ævintýrunum í íslenskum bókmenntum , nánast óskólagenginn sveitastrákur sem skipaði sér á fremsta bekk íslenskra skálda á 20. öld. Með fágætlega einlægum ljóðum, hvort sem þau snertu sáran streng, ljúfan eða stríðan, öðlaðist Guðmundur varanlegan sess í huga og hjarta þjóðar sinnar. Þessi bók er kærkomin öllum unnendum íslenskra ljóða." (Heimild: Bókatíðindi)