Plebbabókin / Jón Gnarr Reykjavík : Mál og menning, nóv. 2002. 75 bls. ; 19 sm. (Einnig kom út 2. pr. í des. 2002) Útdráttur Hvað er plebbi? Ert þú plebbi? Ef þú ert ekki viss eða skilur ekki merkingu orðsins, þá er þetta bók fyrir þig. Fylgistu með kosningavökum til að sjá skemmtiatriðin? Ferðu út á bensínstöð til þess eingöngu að skoða grill? Viti menn, þú ert strax orðinn gott efni í plebba. Það er hinn margrómaði leikari og athafnamaður Jón Gnarr sem hefur af góðmennsku sinni tekið saman nokkur lykilatriði í skilgreiningu plebbans. (Heimild: Bókatíðindi)
Landið og landnáma / Haraldur Matthíasson (1908-1999) Ernst J. Backman 1951-) teikning mynda. Reykjavík : Örn og Örlygur, 1982 2 bindi (583 bls.) : myndir, kort, teikningar ; 22 sm. Lýsing: Í þessu verki, sem er afar vandaðað gerð, kannar höfundur ýtarlega staðþekkingu Landnámuhöfunda með samanburði við það land sem þeir lýsa. Til að vinna þetta verk gekk hann um land allt og rannsakaði allar landnámsjarðir og staðhætti hvarvetna og bar saman við heimildir. Landið og Landnáma er einstakur fræðasjóður um staðfræði Íslands og tengsl lands og sögu. (https://www.penninn.is/is/book/landid-og-landnama)
Orðaleppar og aðrar ljótar syrpur / Oddný Guðmundsdóttir (1908-1985) Reykjavík : höfundur, 1983. (2), 140 bls. ; 24 sm. Um tilurð bókar og efni: https://timarit.is/page/2669827?iabr=on Dagur - 110. tölublað (03.10.1983)