Sveitin mín - Kópavogur : frásagnir bekkjarsystkina / ritstjóri og skrásetjari Helga Sigurjónsdóttir (1936-2011). Kópavogi : Skóli Helgu Sigurjónsdóttur, 2002, 384 bls. : myndir, ritsýni ; 24 sm. Annað: Meginhluti bókarinnar eru frásagnir fyrstu nemenda Kópavogsskóla, samtals nítján manns sem voru flestir í skólnum frá stofnun hans 20. október 1945 og þar til skyldunámi lauk fimm árum síðar. Fjórir af eldri kynslóðinni segja líka frá en þeir tengjast nítjánmenningunum með ýmsu móti. Auk skólasögunnar hefur bókin að geyma mikinn fróðleik um upphaf þéttbýlismyndunar í Kópavogi og sérstakur kafli er um Nýbýlaveg en þar var stundaður búskapur í meira en fjóra áratugi. Þetta er fróðleg bók og spennandi. Hún segir sögu fólksins sem byggði Kópavog í upphafi. (Heimild: Bókatíðindi)
Matreiðslubók íslenska lýðveldisins / [Eyjólfur Einar Elíasson (1971-) og Elías Einarsson 1942-)] Reykjavík : Sögur, 2006, 157 bls. : myndir ; 35 sm. Annað: Matreiðslubók íslenska lýðveldisins hefur að geyma úrval þeirra hátíðarmálsverða sem bornir hafa verið fram fyrir hönd íslenska lýðveldisins. Veislur haldnar til heiðurs Bill Clinton, Hussein Jórdaníukonungi og mörgum fleiri eru efniviður þessarar veglegu bókar. Hér má meðal annars finna villibráð, ýmis konar sjávarfang og annað lostæti úr íslenskri náttúru meðhöndlað af feðgunum Elíasi Einarssyni og Eyjólfi Elíassyni, en þeir voru um árabil í þjónustu íslenska forstætisráðuneytisins. Starf þeirra fólst í að skipuleggja málsverði og móttökur fyrir hönd hinna ýmsu ráðherra og fyrirmanna íslenska lýðveldisins. Matreiðslubók íslenska lýðveldisins er nýstárleg matreiðslubók sem hefur að geyma fjölda spennandi hátíðarmatseðla auk þess að vera greinargóð heimild um skemmtilegan kima Íslandssögunnar. (Heimild: Bókatíðindi)