Ljósmyndagetraun með golfvallarmyndum 

Þessar myndagetraunir er settar upp sem fjórir 18 holu golfhringir og markmiðið er að finna út á hvaða golfvelli myndirnar voru teknar. Þátttakandi fær eina tilraun til að ná ,,fugli" og aðra til að leika á pari. Nái hann að svara hvorugri spurningunni rétt, telst hann hafa leikið á skolla - einu höggi yfir pari, á holunni. Ljósmyndirnar eru teknar á golfvöllum, litlum sem stórum út um allt land á undanförnum árum við mismunandi aðstæður og árstíma. Þeir sem leikið hafa víða ættu því að hafa betri tækifæri á að ná góðu skori, en góð staðþekking á íslensku landslagi getur oft hjálpað til að áætla hvar á landinu viðkomandi golfvöll er að finna.

Nokkur heilræði

Gott er að hafa blað og penna við hendina og fylla út svar eða ágiskun áður en farið er í að skoða næstu mynd  og það hjálpar til við að sjá endanlega niðurstöðu, sem mæld er í höggum, yfir eða undir pari. Til að fá sem mest út úr leiknum er æskilegt að svara spurningum í réttri röð og byrja á reyna við ,,fuglana", áður en menn spreyta sig á par-spurningum. 

Oftast eru tvær myndir við hverja spurningu og það kann að vera góð taktík að giska á annan völl í seinni spurningunni, en valin var í þeirri fyrri til að auka möguleikann á réttu svari. Engin tímamörk eru til staðar og þátttakendur eru hvattir til að nota internetið til að reyna að finna vísbendingar við hverja mynd. Besta leiðin til að skoða myndirnar í tölvunni, er sennilega að stækka stærstu myndina þannig að hún fylli út í skjáinn á tölvunni og nota síðan örvahnappa til að fletta áfram. Ef stutt er á tákn vinstra megin við myndina (photo details) er hægt að sjá hvort einhver textavísbending fylgi með spurningunni. Ef stutt er með músinni aftur á myndinni, þá stækkar hún enn meira og betra er að virða fyrir sér smáatriði.

Tilgangurinn með gerð þessarar getraunar er fyrst og fremst að stytta kylfingum stundir á erfiðum tímum og vekja áhuga á golfvöllum landsins. Góðar stundir! 

Frosti B. Eiðsson (Höfundur getraunar og ljósmynda)

Powered by SmugMug Owner Log In