Þessi sjón mætti okkur á leiðinni í Trékyllisvík. Vegurinn var vissulega ekki góður, en sennilega hefur þessi ökumaður farið eitthvað ógætilega.
Á leið norður. Einhverjar rollur virðast hafa sloppið út fyrir girðingu.
Gamla kirkjan í Árnesi og kirkjugarðurinn þar sem Benedikt Sæmundsson, á Finnbogastöðum, afi Þóru Jensínu er jarðaður.
Mig minnir að þessi mynd hafi verið tekin á Gjögri. Sennilega er þetta einhvers konar verkunarskúr.
Málverk af Guðrúnu Sæunni Sæmundsdóttur (hálfsystur Þóru Jensínu) og manni hennar Guðmundi Guðmundssyni, hangir á vegg í Finnbogastaðarskóla, en Guðmundur var skólastjóri þar.
Upplýsingaskilti um Norðurfjörð
Veitingastaðurinn í Norðurfirði. Úrvals fiskur á boðstólum.
Vertinn á veitingastaðnum á Norðufirði, Sveinn Sveinsson og kona hans Margrét Nielsen, létu koma upp golfteig við sjávarsíðuna.
Gamla kaupfélagið á Norðurfirði.
Upplýsingaskilti um Eyri við Ingólfsfjörð og verksmiðjuna sem reist var þar.
Horft frá Finnbogastaðaskóla. Gamla kirkjan sést fyrir miðri mynd, byggingin lengst til vinstri er minjasafn.