Um myndasafn Eiðs


Eiður Bergmann kvaddi þennan heim árið 1999 og lét þá eftir sig fjölda ljósmynda,. Um helmingi  myndanna var komið fyrir á Ljósmyndasafni Rleykjavíkur. og var þar aðallega um var að ræða ljósmyndir frá ferðalögum hans erlendis um miðja síðustu öld en hann ferðaðist mikið, sé tekið af því að ferðlög voru á þeim tíma mun fátíðari en þau eru í dag. Eiður var virkur í  ungliðahreyfingu sósaslista á sjötta áratug síðustu aldar og sótti fjölmennar ráðstefnur þeim tengdum og aldrei var myndavélin langt undan.


Hinn helmingur myndasafnsins og sá hluti sem birtist á þessu vefsvæði er nýrri af nálinni Flestar ljósmyndirnar eru teknar á árunum 1958-1980. Myndirnar voru á slidesformi og eru að mestu teknar innanlands. Þeim hefur verið skipt í fjóra flokka, Reykjavíkurmyndir, myndir af ferðalögum hans um landið og síðast en ekki síst fjölskyldumyndir sem eru fyrirferðarmesti flokkurinn. Þá eru nokkrar myndir frá skóladögum hans, en hann stundaði nám í héraðsskólunum á Laugarvatni og í Reykholti og síðar í Samvinnuskólanum á Akureyri.

Þessi sýning er ekki sérstaklega hugsuð til að sýna fram á hæfileika Eiðs sem ljósmyndara, heldur er ætlunin að sýna horfið umhverfi með augum Eiðs. Sjálfsagt væri hægt að gera ljósmyndum Eiðs betri skil með fullkomnari tækjabúnaði á ljósmyndasafni,, heldur en með þeim tækjum  undirritaður hefur yfir að ráða. Það er hins vegar ekki víst að ljósmyndasöfn hefðu lagt kapp í að koma þessum myndum fyrir annarra sjónir, en Eiður var dæmigerður frístundaljósmyndari að því leyti að hann hafði vélina til taks í ferðalögum og til að taka myndir af börnunum. Flestar myndirnar voru litmyndir, teknar á slides-filmur og til að framkalla þær, þurfti að senda þær úr landi.


Eiður bjó í Tjarnargötu 10a og síðar 10b á árunum eftir 1960 og flestar af Reykjavíkurmyndum hans eru frá nágrenni Tjarnarinnar og í Kvosinni. Hann giftist Valborgu Sveinsdóttur árið 1962 og á næstu árum bættust drengir í fjölskylduna, einn af öðrum með reglulegu millibili. Frosti 1963, Logi 1966, Hjalti 1969 og Sindri 1973 og þessi ártöl geta hjálpað þeim sem þekkja til við að aldursgreina myndirnar. 


Frosti B. Eiðsson

.


Untitled photo
Untitled photo
Powered by SmugMug Owner Log In