Karítas Ragnheiður Pétursdóttir (1892 - 1989) 15 ára og Benedikt Gísli Pétursson Söebech (1896 - 1984) sem skráð eru í manntalið sem vinnukona og vikadrengur eru börn Ágústínu Benediktsdóttur, á Litlu-Ávík á Ströndum, föðursystur Þóru Jensínu.
Helgi og Þóra hefja búskap. Óskírt meybarn er skráð í sóknarmannatalið. Auk þess búa foreldrar Helga, Guðmundur Helgason 57 ára húsmaður og Sigurlaug Helga Stefánsdóttir 62 á bænum, Sigurlaug Guðmundsdóttir 22 og Sigmundur, 3 ára sonur hennar. Karitas R. P. Söebech 15 ára vinnukona og bróðir hennar, Benedikt G.P. Söebech 11 ára vikadrengur.
Þóra Jensína og Helgi eignast sitt fyrsta barn sem fær nafnið Svava. Í prestþjónustubók Melstaða, Hún., er sagt að hjónin séu í húsmennsku á Tjarnarkoti. Fæðingardagurinn er 31. mars og barnið er skírt á Hvammstanga þann 28. nóvember. Guðfeðgin er Björn G. Blöndal læknir og Sigríður Blöndal kona hans.