Um safn Keilis - Viðburður

Um ljósmyndasafn Keilis

Golfklúbburinn Keilir var stofnaður árið 1967 og það lætur nærri að myndirnar í þessu safni séu frá fyrstu þremur áratugunum í starfi klúbbsins. Ljósmyndirnar voru í möppum í félagsheimili klúbbsins og var komið á rafrænt  form af undirritum, vegna útgáfu tveggja golfbóka, íslenska golfbókin sem út kom 2011 og Golf á Íslandi sem gefin var út í tveimur bindum ári síðar.


Ljósmyndirnar voru ómerktar og margar teknar af verðlaunahöfum í golfmótum á vegum klúbbsins. Að sögn Ágústar Húbertssonar, fyrrum framkvæmdastjóra GK eru flestar myndirnar teknar af starfsfólki klúbbsins, en Magnús Hjörleifsson, ljósmyndari og félagsmaður í Keili á eflaust nokkrar myndir í þessu safni. Rétt er að geta þess að margar glæsilegar myndir frá Magnúsi eru til sýnis í æfingaaðstöðu Keilis í Hraunkoti.

Magnús Hjörleifsson, Eyjólfur Jóhannsson og Gísli Sigurðsson.

Powered by SmugMug Log In