Um safn GA - Viðburður

Um safn GA

Golfklúbbur Akureyrar er næst elsti golfklúbbur landsins. Hann var stofnaður árið 1936 og var með stuttan sex holu völl á Eyrinni fyrstu árin. Síðan fékk klúbburinn úthlutað svæði á jörðinni Nýrækt, skammt frá Menntaskólanum, þar sem Akureyringar höfðu aðstöðu fram til 1971.


Flestar myndirnar úr safninu eru frá Nýræktarárunum, tímabilinu frá 1945-1970. Ljósmyndirnar eru ómerktar og ætla má að í sumum tilfellum séu ljósmyndararnir erlendir. Myndirnar úr safninu eru afrakstur myndasöfnunar nokkurra félagsmanna hjá klúbbnum.


Powered by SmugMug Log In