Golfmyndasöfn - Viðburður
Árið 1935 stóðu 27 menn að stofnun Golfklúbbs Akureyrar. Á myndinni hér að ofan má sjá marga af frumherjunum. Myndin birtist með nöfnum í Afmælisriti GA sem gefið var út í tilefni 50 ára afmælisins árið 1985. Frá vinstri: Skúli Helgason, Jóhann Kröyer, Helgi Skúlason, Kristinn Þorsteinsson, Brynleifur Tobíasson, Kristinn Guðmundsson, Jón Eiríksson skipstjóri Reykjavík, Gunnar Schram, Ásta Jónsson, Sverrir Ragnars., Jón Benediktsson, Óskar Sæmundsson, Einar Sigurðsson, Jakob Frímannsson. Myndin er sennilega tekin á fyrsta golfvellinum í Gleráreyrum. Drengurinn lengst til vinstri er samkvæmt myndatextanum í afmælisritinu Skúli Helgason (f. 1926), sonur Helga  augnlæknis. Á myndinni er Ásta Jónsson, hárgreiðslukona en hún var fyrsta konan til að leika golf í klúbbnum. Fimmtán menn eru á myndinni, en aðeins 14 þeirra eru nafngreindir. Ljóst er að ekki hefur tekist að nafngreina einn kylfinginn vinstra megin á myndinni.

Golfmyndasöfn


Powered by SmugMug Log In